Löggilt gamalmenni!

   

Heildarvegalengd:   2980 km

Hjólað í dag:             34 km

Hvert hjólað:         Eureka CA - Fortuna CA

Hjólað í heild:         1381 km

 

"Ertu með afslátt vegna aðilar að AAA (sama og FÍB) eða sem eldri borgari?" spurði stúlkan í afgreiðslunni á Comfort Inn mótelinu í Fortuna núna sídegis og horfði íhugandi á mig. Ég svaraði neitandi en hún gafst ekki upp. " Hvenær verður maður eldri borgari og hvenær ekki," sagði hún svo spekingslega. " Er ekki tilvalið að miða við fimmtugsaldurinn?" Ég andvarpaði og sagði að það vantaði rúma viku upp á hjá mér. Hún lét sem hún heyrði ekki í mér og slengdi 10% afslætti á reikninginn. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef fengið eldri borgara afslátt á nokkrum hlut og tilfinningarnar voru blendnar.

Dagleiðin var stutt. Ástæðan var m.a. sú að við höfðum ákveðið að senda ca 10 kg af farangrinum heim með pósti til að létta á okkur - morguninn fór í að redda góðum pappakössum í stórmarkaði í Eureka og pakka og eiga við póstinn - verðið var svipað og fyrir flugmiða frá Íslandi til London!

Við vorum ekki lengi að hjóla til Fortuna og enn einu sinni kynntumst við örlæti Bandaríkjamanna. Á einum skógarvegi stoppaði kona bíl sinn rétt hjá okkur og spurði hvort okkur vantaði ekki gistingu. Hún bjó á bóndabæ skammt frá og vildi endilega að við gistum hjá henni frítt í nótt. Við vorum ekki  búin að hjóla nema í ca 15 km þegar þetta góða boð kom og því urðum við að hafna því. Á morgun er lengri dagleið og síðan kemur hæsta brekka ferðarinnar, fjallvegurinn upp frá bænum Leggert  - um 2000 feta hár. Fræðibækur segja að meðfram þessum fjallvegi megi sjá búnað og bein hjólreiðamanna sem hafa gefist upp á leiðinni. Efast ekki um að það sé rétt... 

 

022_1003284.jpg

 

 

 Rauðviðarskógarnir sem við erum að hjóla um þessa  dagana

 

 

 

 

 

036.jpg

 

 

  Tréin eru svo stór að Linda og hjól hverfa inn í ræturnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ha ha ha, borgar sig að grána vel snemma í vöngum ;-) Þú sem ert að sigla inn í blóma lífsins! (eða hjóla)

Gangi ykkur rosalega vel á morgun!

Kveðja

Þórunn

Þórunn (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 22:29

2 identicon

Sæl öll sömul!

Geggjaðar myndir, ég hugsaði nú til ykkar þegar ég sat á hjóli í gær og varð bara smá þreytt eftir heilar 5 mín. Ég dáist af ykkur öllum. Ef maður horfir á þessar tölur þá má nú segja að þið séuð farin að síga á seinni hlutann, ekki slæmt. Nú er Steinar karlinn að koma í mat í kvöld, kalkúnn og læti.

Gott að heyra af ykkur af og til,

bestu kveðjur, Hildur.

Hildur (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband