Áfram gakk (eða áfram hjól)

 

Heildarvegalengd:  2980 km

Hjólað í dag:            56 km

Hvert hjólað:         Manzanita OR - Netarts OR

Í heild hjólað:         705 km

 

Þetta var nokkuð þægilegur dagur. Skottuðumst þetta áfram til Netarts í skýjuðu veðri og ca 17C. Þetta var nokkuð þægileg leið, engar stórar brekkur en margar litlar. Umferðin var nokkuð mikil á þjóðvegi 101, enda sunnudagur og margir að fara heim frá ströndinni. Nokkur þoka var við ströndina og því var útsýnið ekkert sérstakt stóran hluta ferðarinnar. Hreinsuðum hjólin í gærkvöldi en þau voru orðin grútskítug eftir rigningarvolkið í Washington. Fundum lítið mótel við ströndina í Netarts og erum með útsýni út á Kyrrahafið. Ströndin hér er líka falleg en bærinn telur nokkur hundruð íbúa. Eina matvöruverslunin í bænum, sem er pínulítil tekur á öllu mögulegu - selur matvöru, áfengi, gjafavöru, lifandi krabba í kvöldverð og er videoleiga og grill - geri aðrir betur. Á morgun er frídagur og þá er hægt að einbeita sér að meira áríðandi hlutum en hjólreiðum - HM í fótbolta!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð geggjuð og komið sæmilega klikkuð til baka eftir þessa þolraun. Gaman að fylgjast með ykkur á blogginu og þvílíkur dugnaður í ykkur, þið munið geta allt eftir þessa ferð. En hefur tjaldið verið notað? Bestu kveðjur frá okkur öllum. R

Rakel Gylfadóttir (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 02:28

2 identicon

Gott að vita að það sé frídagur hjá ykkur, en ég bíð samt spennt eftir næstu færslu hjá ykkur. Sakna ykkar, kveðja, Hildur.

Hildur (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband