Meðfram ströndinni

 

Heildavegalengd: 2980 km

Hjólað í dag:           63 km

Hvert hjólað:        Astoria OR - Manzanita OR

Í heild hjólað:        649 km

 

Ferðin hefur tekið breytingum. Núna er hjólað nánst beint í suðurátt meðfram ótrúlega fallegri strönd Oregon. Ef ekki væru margar erfiðar brekkur þá væri þetta fullkomið. Loksins kom sólin í dag og 20C. Svipuð spá næstu daga. Stoppuðum í hjólabúð í bænum Seaview til að kaupa aukahluti og síðan var haldið til Cannon Beach, sem er afar fallegur bær með stórum drifhvítum ströndum. Það voru margir bílar á ferli meðfram þjóðvegi 101 sem við hjólum eftir, enda laugardagur og vinsælt hjá íbúum Portlands, sem er aðeins í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð að koma niður að strönd um helgar í góðu veðri. Þurftum að fara í gegnum stutt jarðgöng í dag - frekar erfitt þar sem ekki er gert ráð fyrir hjólum í þeim - þó er kveikt á viðvörunarljósum þegar hjól fara inn í þau en það hægði lítið á bílum sem  streymdu framhjá. Stór, stór brekka á síðasta kafla ferðarinnar með miklu útsýni yfir strendurnar í suðri, en fólk var orðið talsvert þreytt þegar komið var til Manzanita undir kvöld. Þökkum aftur þeim sem hafa sent athugasemdir eða skrifað í gestabók - haldið þessu endilega áfram 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þvílík og önnur eins harka í ykkur að hjóla og hjóla í rigningunni dag eftir dag, tímaplanið hlýtur að vera að ganga upp hjá ykkur. Flottar myndir og gaman að fá að fylgjast með ykkur þremur. Steinar kemur vonandi í afmæliskaffi hingað á miðvikudaginn en Halla á afmæli á þriðjudaginn 9 ára skvísan.

Heyrumst og gangi ykkur rosalega vel með framhaldið,

Hildur og co.

Hildur (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband