Dagur 5 Hrein martröð!

 

Heildarvegalengd:  2980 km

Hjólað í dag:             102 km

Hvert hjólað:           Port Townsend WA - Hoodsport WA

Í heild hjólað:          373 km

 

Þessi dagur fer seint í sögubækurnar sem auðveldur. Hlutirnir litu þó vel út í morgun. Veðurspáin ágæt- smáúrkoma til hádegis og síðan sólskin og hiti sá sami og undanfarið, 20C. Lögðum af stað um kl 9 og strax á fyrstu metrunum var brött brekka út úr Port Townsend. Þetta átti eftir að verða létti hlutinn af leiðoinni. Klukkutíma síðar fór að rigna fyrir alvöru - síðan kom skýfall sem varði vel á aðra klukkustund. Við vorum nánast stödd í óbyggðum á þessum tímapunkti - tugi kílómetra frá næsta byggða bóli og því hvergi hægt að komast í skjól. Við urðum því gegnblaut á augabragði og að hjakkast áfram á hjóli sem minnir á risavaxna skjaldböku með allan farangurinn var allt annað en skemmtilegt. Tuttugu kílómetrum og nokkrum óskemmtilegum brekkum síðar stauluðumst við á illan leik inn á lítið veitingahús í smáþorpinu Quilcene og biðum þar næstu tvo tímana meðan það versta gekk yfir. Næst á dagskrá var að paufast upp Mount Walker, ein risavaxin brekka upp fjallið. Helena var farin að finna til í hásinum í fótunum eftir allar brekkurnar og svo fór að rigna aftur....Til að bæta gráu ofan á svart tók Garmininn upp á því, án þess að spyrja leyfis, að lengja leiðina sem við áttum eftir um ca 6 km. "Garmin is evil" tautaði Helena næstu kílómetrana. Næstu klukkustundirnar var hjólað meðfram Hood Canal -vatni sem er tugkílómetra langt. Sprunga kom í aðra hjólagjörðina hjá mér og gat ég því ekki notað afturbremsurnar...Auðvitað rigndi á leiðinni en varð heiðskýrt á því augnabliki sem við komum á leiðarenda - við örþorpið Hoodsport þar sem íbúar eru svo fáir að þetta telst ekki þorp. Þessi hjólatúr tók 10 tíma og við fórum 102 km. Á morgun er frí og auðvitað er spáð sól á morgun og um leið og við stígum á hjólin aftur á miðvikudag á að fara að rigna...

 

006_998281.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gegnblaut fyrir utan veitingahúsið í Quilcene

 

004_998283.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ein af fáu stundum dagsins þar sem ekki var rigning

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sullumbull !! OMG hvað þetta hlýtur samt að vera frábært !! :) og hræðilega erfitt.  Ég fór í hjólatúr fyrir hálfum mánuði, hjólaði í ræktina og til baka.  Á heimleiðinni er ca. 1 km kræklótt brekka hérna upp að húsinu, og ég hafði það nú ekki alla leið var eldrauð í framan og sveitt og var svo í hvíld frá ræktinni næstu vikuna á eftir hahaha Tala nú ekki um hvað ég þurfti líka að borða extra mikið til að vinna upp tapaðan forða.  Þið eruð hetjur !!! :)

Gugga (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 19:20

2 identicon

Er ekki bara tími til að koma heim?

sigga systir (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 22:31

3 identicon

Lofar góðu um spennandi ferð! Alveg þess virði að fylgjast með :) Góða ferð og gangi ykkur vel. Takk fyrir kveðjuna Linda mín.

Hjartans kveðjur, Sveina

Sveina (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband