Dagur 4 Þetta mjakast áfram...

 

Heildarvegalengd:    2980 km

Hjólað í dag:              68 km

Hvert hjóla:               Anacortes WA - Port Townsend WA

Í heild hjólað:            271 km

Aftur þungt yfir í morgun og jafnvel rigning með köflum. Ágætis hjólaveður þar sem hitinn var um 20C. Þar að auki hafði sólbruni gert vart við sig í gær og ágætis kæling í rigningunni. Nokkur stirðleiki var kominn í læri eftir átök síðustu daga, en hann hvarf fljótlega. Fórum frá Anacortes um kl 10 í morgun og  var ferðinni heitið yfir á Fidalgo eyju og síðan yfir Deception Pass brúna til Whiteby eyju. Fallegt landslag sem naut sín þó engan veginn undir þungbúnum himni. Kílómetrarnir liðu nokkuð fljótt hjá í dag og um kl 15 vorum við komin að höfninni í Keystone, syðst á Whiteby eyju. Tókum ferjuna þar yfir til Port Townsend - hálftíma sigling - þar sem við gistum í nótt. Tíu þúsund manna bær. Langur hjóladagur framundan á morgun og sem betur fer er veðurspáin góð. Nýtt myndaalbúm komið - myndirnar þó ekki sérlega góðar þar sem veðrið bauð ekki upp á góða myndatöku í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þið eruð svo dugleg.. ég er strax farin að láta mig dreyma um svona hjólaferð :) Gangi ykkur vel, xoxo Sigrún Erla.

Sigrún Erla (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 08:43

2 identicon

Gaman að fylgjast með ykkur í ferðinni og ekki skemma myndirnar fyrir.

Kv. Haukur

Haukur Magg (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband