Dagur 3 Laugardagur 5. júní

 

Heildarvegalengd:   2980 km

Hjólað í dag:                58 km

Hvert hjólað:            Bellingham WA - Anacortes WA

Í heild hjólað:           203 km

 

Þetta var sérlega góður hjóladagur. Veðrið var frábært, 20C og glampandi sól - leiðin var ekki síðri. Fórum meðfram strandlengjunni út frá Bellingham og fljótlega tóku við skógi vaxnar hlíðar með sjóinn á aðra hönd og fjöll á hina. Þetta var mjög skemmtileg hjólaleið og greinilega vinsæl hjá öðrum hjólreiðamönnum. Lítið var hins vegar um byggð næstu 20 km. Síðan tók við flatlendi með ökrum þar til við komum í smábæinn Edison. Þar var ágætis bakarí þar sem tilvalið var að borða hádegisverð. Framundan var fjölfarinn þjóðvegur sem tók okkur til Anacortes, lítls  sjávarþorps með góðri höfn og fallegum miðbæ. Gistum þar í nótt. Þetta er vinsæll sumarleyfisbær og ber þess merki þrátt fyrir að hér búi aðeins um 14 þúsund manns. Það gekk vel að hjóla þetta. Hér að neðan til vinstri eru myndir í myndaalbúmi frá deginum í dag (klikkið á myndina og þá birtast allar) . Takk fyrir athugasemdir á blogginu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband