Dagur 2 Föstudagur 4. júní

 

 

Heildarvegalengd:  2980 km

Hjólað í dag:               51 km

Hvert hjólað:           Blaine WA - Bellingham WA

Í heild hjólað:          145 km

 

Ákváðum að taka því frekar rólega í dag enda sat þreyta gærdagsins enn í fólki. Smárigning í morgun og því fórum við ekki af stað fyrr en kl 11 þegar fór að rofa til. Hiti var annars um 12C í dag og nokkur gjóla. Ágætis hjólaveður. Fórum fyrst að skoða Birch Bay þjóðgarðinn sem er við samnefndan smábæ og síðan tóku við langir vegir með lítill umferð, með liltum hæðum, huldum háum trjám. Afrekaði það á einum þeirra að hjóla yfir snák sem var á miðjum veginum! Tók ekki eftir honum fyrr en ég fór yfir hann - hefur varla lifað af 100 kg samanlagða þyngd hjólreiðamanns, hjóls og farangurs. Enduðum síðan í Bellingham, enn einum smábænum sem er þó líflegri en margir aðrir. Á morgun á að hlýna - spáð er 20C og sól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðdáandi nr.1 búinn að skrá sig inn ;-) Þið eruð ferlega heppin að vera ekki í öskurokinu :-) Munið það þegar þreytan er að drepa ykkur ;-) Líst vel á ykkur. Komaso ;-)

Kveðja

Tóta

Þórunn (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband