3.6.2010 | 04:34
Þetta er náttúrulega rugl...
Hugmyndin var góð í byrjun en svo.....að hjóla rúma 3000 km eftir Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna á tæpum tveimur mánuðum - frá Vancouver í Kanada til landamæra Mexíkó í suðri. Hjólahópurinn var ekki stór en nokkuð öflugur....tveir í honum höfðu varla sest á hjól í tugi ára og sá þriðji átti rykfallið hjól í bílskúrnum.
Og nú var komið að því. Komum til Seattle að kvöldi föstudagsins 28. maí og dagurinn eftir fór allur í að gera hjólin klár fyrir ferðina endalausu. Sunnudagurinn fór síðan í að útvega annan búnað áður en haldið yrði út í óbyggðirnar. Síðdegis á mánudag var farið með rútu til Vancouver. Urðum að taka hjólin í sundur á brautarstöðinni í Seattle þar sem ekki var hægt að flytja þau í heilu lagi til Kanada. Það tókst - þökk sé stórkostlegri verkfræðikunnáttu húsbóndans....Hugmyndin var að leggja af stað í sjálfa hjólaferðina snemma að morgni miðvikudagsins 2. júní.
Hjólabúðin í Seattle
Spurning um jafnvægi
Vel snyrt hótelherbergi
Hjólunum pakkað fyrir rútuferð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.